ANGAN - Andlitsrúlla - Jade

6.600 kr

Frískandi | Eykur blóðflæði| Dregur úr þrota

Andlitsrúlla úr krystöllum hefur verið vinsælt tól í fegurðarrútínum síðan á 7. öld í Asíu. Rúllan virkar sem andlitsnudd sem hjálpar við að draga úr þrota og bólgum, eykur teygjanleika húðarinnar, þrengir svitaholur og eykur blóðrásina. Hjálpar einnig húðvörum að dragast betur inn í húðina.

Aventurine Jade steinninn er einnig þekktur sem "Steinn Tækifæra" og eykur heppni og velmegun.


--

Aventurine jade


Heppni • Velmegun • Sjálfstraust • Bjartsýni

Aventurín Jade er þekktur sem "Steinn Tækifæra", sem er talinn auka heppni, sérstaklega í því að sýna velmegun og auð.

Notkun


1) Byrjið á hökunni og rúllið lárétt í átt að hárlínu. Þrýstingur ætti að vera léttur og þægilegur á húðinni.

2) Hreyfið rúlluna upp að nefinu og rúllið frá nösum og út að eyrum.

3) Notið litla endann á andlitsrúllunni og staðsetjið við innri krók augnanna. Rúllið í átt að hárlínu.

4) Staðsetjið rúlluna á augabrúnir og rúllið niður með þeim í átt að gagnaugum.

5) Rúllið frá augabrún uppávið, yfir ennið og upp að hárlínu.

6) Endið með að rúlla frá miðju ennis lárétt í átt að gagnaugum.

Til að auka kælingu og róandi áhrif, setjið rúlluna í kæli áður en hún er notuð.

Virkni



  • Dregur úr þrota

  • Bólgueyðandi

  • Eykur teygjanleika húðarinnar

  • Eykur blóðflæði

  • Þrengir svitaholur


Tip


Hreinsun: Til að hreinsa andlitsrúlluna þína skaltu einfaldlega nota milda sápu og heitt vatn. Þurrkið vel.

Næsta Fyrri