8.900 kr
Fyrsta matreiðslubók Gísla Matt, yfirmatreiðslumeistara veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, sem er orðinn að vinsælum áfangastað matgæðinga frá öllum heimshornum.
Gísli Matt opnaði veitingastaðinn ásamt fjölskyldu sinni í Magnahúsinu, þar sem áður var vélsmiðjan Magni. Gísli bjó til matseðil sem bæði heiðrar íslenskar matarhefðir og nútímalegar matreiðsluaðferðir og breytist reglulega eftir því hvaða hráefni er fáanlegt.
Gísli hefur vakið athygli heimsþekktra matargerðarsnillinga, meðal annars Ruth Reichl og Diönu Henry, og þessi bók endurspeglar umfangsmiklar rannsóknir hans á hefðbundinni íslenskri matargerð til að varðveita staðbundna matarþekkingu ásamt því að beita nútímalegri nálgun til að skapa matargerð sem bæði heimamenn og alþjóðlegir matgæðingar geta notið. Bókin kafar djúpt í heillandi matarheim hans og eyjalíf. Hún er tilvalin bæði fyrir þá sem hafa áhuga á Norðurlöndum sem og fyrir matarunnendur um allan heim.