Rakagefandi og mýkjandi andlitsmaski sem inniheldur náttúrulegan leir og villt íslensk sjávargrös.
Blandan inniheldur steinefni, vítamín og amínósýrur sem gefa húðinni raka og draga úr fínum línum. Hreinsar og nærir húðina.
30 gr.
--
Notkun
Virkið maskann með vatni og blandið þar til áferð er orðin mjúk og kremkennd. Berist á hreina húð og forðist augnsvæðið. Skolið af með volgu vatni eftir 10 - 15 mínútur. Notið 1-2 sinnum í viku.
- Tips - Þú getur notað aðrar tegundir af vökva til þess að bæta í maskann. Prófaðu til dæmis hrátt hunang, lífræna jógúrt, blómavatn eða te infusion til þess að búa til þína einstöku blöndu.
Mælum með að nota Ritual Maska burstann og Ritual skálina til þess að blanda og bera maskann áreynslulaust á andlitið.
Virkni
- Rakagefandi
- Hreinsandi
- Nærandi
- Mýkir og stinnir húðina
- Fjarlægir óhreinindi í húðinni
Lykil hráefni
GRÆNN LEIR: Það hefur mjög frásogandi eiginleika og er líf-steinefni, samanstendur af bæði plöntuefni og snefil steinefnum eins og kalsíum, magnesíum, kísil, kopar og sinki. Það fjarlægir dauða húð og sýnir sléttara og ferskara yfirbragð.
RHASSOUL LEIR : Það inniheldur mikið magn af sílica og magnesíum. Sílica ýtir undir kollagenframleiðslu og magnesíum dregur úr þurrki og styrkir jafnan húðina.
ÍSLENSKUR ÞARI: Þarinn inniheldur fullt af slímefnum sem draga raka í sig frá umhverfinu. Þau innihalda mikið af steinefnum eins og magnesíum, sinki, omega og amínósýrum sem hjálpa við að jafna út fínar línur í húðinni
B3 VÍTAMÍN: Hjálpar við að gefa húðinni bjartara yfirbragð, endurvinnur húðlögin og læsir betur inni næringarefnum og raka fyrir þrýstnari húð.
Innihaldslýsing
Rhassoul lava Clay, Montmorillonite (Green clay), Fucus Vesiculosus (Wild Icelandic seaweed)*, Alaria esculenta (Wild Icelandic seaweed)*, Laminaria digttata (WildIcelandic seaweed)*, L-asorbic acid (Vitamin c), Niacinamide (Vitamin b3), Citrus bergamia (Bergamot) peel oil°, Pogostemon cablin (Pathouli) oil°, +
°Vottað lífrænt *Villtar jurtir +Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía
Án parabena og annara aukaefna.